Eldað heima - NÝTT NÁMSKEIÐ
Langar þig að elda meira heima? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Kennt er að útbúa einfaldan, hollan og góðan mat.
Markmiðið er að þátttakendur geti komið með hugmyndir að verkefnum með kennara. Verkefni eru því valin eftir námsþörf og áhuga hvers og eins.
Rætt er um mikilvægi þess að fylgja
-
hollu mataræði
-
jákvæðum lífsháttum
-
hreinlæti og góðri umgengni í eldhúsi.
Kennt verður á haustönn 2022
Námskeiðið er 5 skipti - 1 sinni í viku - 3 kennslustundir í senn .
Kennt er í litlum hópum.
Tími: Auglýst síðar
Tímabil: Auglýst síðar
Kennari: Hjördís Edda Broddadóttir