Grúsk í geimnum

Á námskeiðinu læra þátttakendur um undur himingeimsins á skemmtilegan og skapandi hátt. Við munum hanna geimverur, búa til líkön af sólkerfinu okkar, svartholum, sól- og tunglmyrkvum og ýmsu öðru. Einnig verður fjallað um geimferðir, bæði mannaðar og ómannaðar. Lögð er áhersla á að þátttakendur skilji hvernig við vitum það sem við vitum. Þátttakendur fá að læra á sjónauka (sína eigin ef þeir eiga) en í lokin verður farið í stjörnuskoðun.

Nánari tímasetning kemur síðar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Mímir símenntun
Verð: 15.000 krónur
Tími: 8 vikur