Leiklist!!

Þátttakendur æfa sig í að vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði en líka að vinna í því að styrkja sjálfan sig og verða öruggari með sig í gegnum leiklist.

Í tímum verða gerðar æfingar sem kennarinn velur til þess að þjálfa upp ákveðna þætti leiklistar. Þátttakendur eiga stóran þátt í viðfangsefni og úrvinnslu þess.

Markmið:

  • Þátttakendur fái þjálfun í undirstöðuatriðum leiklistar, s.s. persónusköpun, miðlun og tjáningu.
  • Þátttakendur fá þjálfun í að vinna að stuttum leiksýningum og /eða stuttmyndum.
  • Þátttakendur öðlist öryggi í að koma fram og standa með sjálfum sér.
  • Þáttakendur þjálfist í samskiptum og samvinnu.

Hæfniviðmið:

  • Þátttakendur geti í hópi og með aðstoð kennara, tekið þátt í stuttri leiksýningu og/eða stuttmynd.
  • Þátttakendur þekki undirstöðuatriði leiklistar.
  • Þátttakendur hafi þor til að koma fram og geti miðlað leikpersónu sinni til áhorfenda.
  • Þáttakendur geti veitt öðrum stuðning til þess að sameiginlegum markmiðum hópsins verði náð. 

Námskeiðið er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn í 8 - 16 vikur

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 13.400 - 30.000 kr fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8 - 16 vikur