Mín skoðun - mitt líf
Hvaða þjónustu á ég rétt á samkvæmt lögum?
Fæ ég þá þjónustu sem ég á rétt á?
Ef ég er óánægð/ur við hvern get ég talað?
Á námskeiðinu ræða þátttakendur um líf sitt og þann stuðning sem þeir fá til að taka þátt í samfélaginu. Skoðuð eru lög og reglugerðir sem þeir sem veita fötluðu fólki stuðning eiga að fara eftir.
Samningur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks verður líka skoðaður og það á líka að fara eftir honum.
Þátttakendur bera saman eigin reynslu við lög, reglugerðir og samning SÞ. Þannig verða til reynslusögur sem þátttakendur ákveða í lok námskeiðs hvað þeir vilja gera við.
Kennt er einu sinni í viku, 3 kennslustundir í senn. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.