Utan eða innan einhverfurófs - hver er munurinn?

Námskeiðið er fyrir fullorðið fólk, 20 ára og eldra sem hefur fengið greiningu á einhverfurófi á unglings- eða fullorðinsárum.
NÁMSLÝSING
Fræðsla um skynjun og mismunandi upplifun einhverfs fólks og óeinhverfs verður rauði þráðurinn á námskeiðinu. Tveir menningarheimar sem þurfa að mætast. Skoðað verður hvað er sameiginlegt og hvað er ólíkt.
Námskeiðið fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.
Stuðst verður m.a. við fræðsluefni úr bókinni Önnur skynjun - ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi.
NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR UM:
- Skynjun og skynúrvinnslu almennt og hjá einhverfu fólki.
- Hvernig áráttur og þráhyggjur birtast í daglegu lífi.
- Aðstæður sem einhverft fólk lendir oft í þegar umhverfið verður yfirþyrmandi.
- Samskipti.
- Tilfinningar.
ÁVINNINGUR:
- Að fá upplýsingar um hver munurinn er á skynjun og skynúrvinnslu fólks á einhverfurófi og utan þess.
- Að öðlast aukinn sjálfsskilning og skilning á öðru fólki. Átta sig á eigin þörfum og geta skilgreint þær.
- Að átta sig á þörfum óeinhverfs fólks og hvernig hægt er að mæta þeim án þess að setja sjálfan sig til hliðar.
- Að öðlast meira öryggi í samskiptum við annað fólk og þá tilfinningu að vera í lagi eins og maður er.
- Að fá tækifæri til að ræða við aðra á einhverfurófi og upplifa gagnkvæman skilning.
Fyrirkomulag á haustönn 2022
Kennt er einu sinni í viku, 3 kennslustundir í senn. Námskeiðið er í 8 skipti.
Fámennur hópur 4-5.
Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar. Staðsetning ákveðin síðar.