Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir og tjáskiptatækni

Tjáskipti viljum við sjá sem hvert það samspil sem stendur yfir um hríð milli tveggja eða fleiri einstaklinga, um hvað báðir aðilar meina eða þeim þykir, um það sem er að gerast í þeim tilteknu aðstæðum.

 

"Mig langar að reyna að skilja þig"

Hagnýt ráð um fjölbreyttar tjáskiptaleiðir. Glærur frá fræðsluerindi Helle Kristensen, kennsluráðgjafa, september 2022. 

Í fræðsluerindinu voru kynntar nokkrar aðferðir til að bjóða val og eiga samtal um vilja, óskir og ákvaðanir við fólk sem notar ekki hefðbundið talmál:

  • Gagnvirkar valtöflur í snjalltæki - smáforritið SoundingBoard.
  • Að bjóða val um svarmöguleika - aðferð í anda RPM.
  • Samtalsmottur - að eiga samtal um óskir, vilja og ákvarðanir.

Einnig var fjallað um aðstæður fólks sem notar ekki hefðbundið talmál, um viðeigandi aðlögun í samtölum um óskir og vilja og um það hvernig megi skapa aðstæður sem stuðla að þátttöku í slíkum samtölum.

Óhefðbundin tjáskipti - hugtök

Allir hafa mál - jafnvel án tilætlunar, ef einhver túlkar viðbrögð þeirra og bregst við á móti.

Allir hafa mál - jafnvel án tilætlunar, ef einhver túlkar viðbrögð þeirra og bregst við á móti. 

Samtalsmottur (Talking Mats)

Samtalsmottur (Talking Mats) - tæki fyrir samtal um viðhorf, óskir, vilja og ákvarðanir.

SoundingBoard: Einfaldar val- og samskiptatöflur

Hér eru leiðbeiningar og kennslumyndband um smáforritið SoundingBoard þar sem hægt er að búa til einfaldar val- og samskiptatöflur með myndum, texta og hljóði.

Farið er yfir hvernig hægt er að búa til töflur, að breyta töflum eða bæta við, að tengja undirtöflur við einstaka reiti, að senda töflu í tölvupósti og að gera einfaldar stillingar á forritinu.

Rapid Prompting Method (RPM) - aðferð til kennslu og tjáningar

Samtalsbók um sorg

Samtalsbók um sorg fyrir fólk með lítið talmál eða sem þykir gott að nota myndir til stuðnings í tjáskiptum.

Samtalsbók um sorg fyrir fólk með lítið talmál eða sem þykir gott að nota myndir til stuðnings í tjáskiptum.

Fræðslumoli um tjátöflur

Tjáskiptatöflur geta verið mjög einfaldar, með tveimur táknum til að velja á milli tveggja valkosta.

Tjáskiptatöflur geta verið mjög einfaldar, með tveimur táknum til að velja á milli tveggja valkosta. 

Þær geta líka verið með mörgum táknmyndum, þar sem hann eða hún velur með bendingu af einhverju tagi.