Ráðgjafar

Helle Kristensen

Kennsluráðgjafi 

Helle er tónmenntakennari að mennt og hefur lokið M.Ed.-gráðu í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans við Menntavísindasvið HÍ. Hún hefur starfað við kennslu í Fjölmennt frá árinu 2007, með áherslu á tónlist og upplýsingatækni, sem verkefnastjóri með innleiðingu snjalltækja í kennslu og daglegu lífi frá árinu 2013 og sem kennsluráðgjafi frá árinu 2022.

Í meistaraverkefni sínu rannsakaði hún hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun sem þarf mikinn stuðning. Í kennslu sinni og ráðgjöf hefur hún lagt sérstaka áherslu á samstarf við starfsfólk þátttakenda í búsetuþjónustu, þar á meðal aðstoðarfólk sem fylgir þátttakendum í kennslustundir, til þess að auka möguleika á að námið nýtist í daglegu lífi.

Helle hefur haldið ýmis fræðsluerindi á vegum Fjölmenntar, meðal annars um snjalltæki sem verkfæri til valdeflingar, um aðstoð við hljóðfæraleik og um leiðir til að eiga samtal við fólk sem notar ekki hefðbundið talmál um óskir þess, vilja og skoðanir.  

 

Netfang: helle@fjolmennt.is  

Netfang: radgjof@fjolmennt.is

Símanúmer: 530 1315