Tónlist

Fræðsluefni um tónlistarfólk og hljómsveitir

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um fræðsluefni um tónlistarfólk og hljómsveitir. Efnið byggir á myndum og myndböndum. 

Fræðsluefni um tónlist í "Verbúðinni"

Hér fyrir neðan má finna fræðsluefni um tónlist í sjónvarpsþáttunum "Verbúðin". Efnið byggir á myndum og myndböndum. 

 

Með hverjum þætti fylgir fræðsla, verkefnablað og hljómablað fyrir hljóðfæraleik/samspil með lagi sem tengist fræðslunni.

Verbúðin 1: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómablað: Seinna meir

Verbúðin 2: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómablað: Mýrdalssandur

Verbúðin 3: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómablað: Hólmfríður Júlíusdóttir

Verbúðin 4: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómablað: Gleðibankinn

Verbúðin 5: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómablað: Traustur vinur

Verbúðin 6: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómablað: Út á gólfið

Verbúðin 7: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómblað: Hvers vegna varst' ekki kyrr

Verbúðin 8: Fræðsla   Verkefnablað   Hljómablað: Fráskilin að vestan

Leiðbeiningar fyrir gítar

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa gítar. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við gítar-leik heima.

Á gítar-námskeiðum í Fjölmennt er unnið með tvær leiðir til að spila á gítar:

Að stilla gítarinn í venjulegri stillingu og spila með því að nota hljómagrip

eða að stilla gítarinn í opinni stillingu og spila með því að klemma strengina eftir merkingum á háls gítarsins.

Hér eru leiðbeiningar fyrir hvort tveggja:

Gítar.Að stilla strengina.Venjuleg stilling

Gítar.Hljómagrip

Gítar.Að stilla strengina.Opin stilling

Leiðbeiningar fyrir hljómborð

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa hljómborð. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við hljómborðs-leik heima.

Á tónlistar-námskeiðum í Fjölmennt er oft unnið með sjálfvirkt undirspil hljómborðsins. Þetta er líka stundum kallað "skemmtari". 

Hægt er að stjórna sjálfvirkt undirspil hljómborðsins með því að ýta á einn lykil í einu eftir bókstöfum eða litum á hljómablaði.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að merkja hljómborðið með bókstöfum og/eða litum og hvernig á að stilla á sjálfvirkt undirspil:

Hljómborð.Að nota sjálfvirkt undirspil

Leiðbeiningar fyrir bassa

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa bassa. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við bassa-leik heima.

Bassi.Að stilla strengina og merkja

Það er einnig hægt að nota gítar til að æfa sig á bassa:

Bassi.Að æfa bassa á gítar

Leiðbeiningar fyrir ukulele

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem æfa ukulele. Leiðbeiningarnar geta líka nýst þeim sem aðstoða við ukulele-leik heima.

Hljómablöð - hugmyndir að lögum

Hér til hliðar eru hugmyndir að lögum sem henta vel til að æfa á gítar, hljómborð, bassa eða ukulele. Með hverju lagi fylgir hljómablað með bókstöfum og litum sem hægt er að prenta út.

Hljómablöð - hugmyndir að jólalögum

Hér til hliðar eru hugmyndir að jólalögum sem henta vel til að æfa á gítar, hljómborð, bassa eða ukulele. Með hverju lagi fylgir hljómablað með bókstöfum og litum sem hægt er að prenta út.

Tónlistarforrit fyrir snjalltæki

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar og kennslumyndbönd um nokkur tónlistarforrit fyrir snjalltæki sem nýst geta til að búa til tónlist eða spila á hljóðfæri á skjánum.

Garageband: Í þessu forriti er hægt að búa til lag með því að taka upp eða raða saman hljóðbútum. Einnig er hægt að spila á gítar, bassa, hljómborð eða trommusett á skjánum með því að nota svokölluð Smart hljóðfæri.

Hér eru leiðbeiningar um skjámyndina þegar búið er til lag.

Hér er kennslumyndband um að búa til lag með því að taka upp þegar spilað er á Smart hljóðfæri.

 

Launchpad: Hægt er að búa til tónlist á einfaldan hátt með því að kveikja og slökkva á hljóðbútum (lúppum) með trommutöktum og hljóðfærastefjum sem passa saman.

Hér eru leiðbeiningar um skjámyndina

 

djay: Fullbúin DJ-græja á skjánum þar sem hægt er að velja lög til að mixa og breyta á ýmsan hátt.

Hér eru leiðbeiningar um skjámyndina

 

Thumbjam: Þetta forrit er eins og hljóðfæri á skjánum sem hægt er að spila á með því að snerta tónstafina. Hægt er að gera ýmsar stillingar á hljóði, tóntegund, tónskala o.fl.

Hér eru leiðbeiningar um skjámyndina

 

Keezy: Í þessu forrriti er hægt að leika sér að eigin hljóðum eða tónlistarstefjum og taka upp flutning til að deila með öðrum.

Hér eru leiðbeiningar um forritið.

Hér er kennslumyndband um forritið.

 

Tónlist frá framandi heimum

Tónlist frá framandi heimum er 6 vikna námskeið þar sem fjallað er um tónlist frá ólíkum menningarheimum.

Tónlist frá framandi heimum er 6 vikna námskeið þar sem fjallað er um tónlist frá ólíkum menningarheimum.

Dæmi um yfirlit yfir námsefni

Hér smá sjá dæmi um yfirlit yfir námsefni á námskeiðinu "Tónlist og trix" sem kennari hefur útbúið og látið þátttakanda hafa í lok annar. 

Slíkt yfirlit er hugsað til að stuðla að yfirfærslu námsins á daglegt líf og getur nýst þátttakanda og tengiliðum hans við að fá hugmyndir að efni til að vinna áfram með heima.