Notendasamráð
Landssamtökin Þroskahjálp gerðu samning við Reykjavíkurborg um stofnun notendasamráðs fatlaðs fólks og Reykjavíkurborgar. Fjölmennt var falið að sjá um framkvæmdina. Auglýst var eftir þátttakendum í samráðshópinn og tóku sjö manns þátt í námskeiði þar sem þátttakendur fengu fræðslu um lög og rettindi fatlaðs fólks. Einnig fengu þau undirbúning fyrir það að segja skoðanir sínar á þjónustunni. Áhersla var lögð á fræðslu um mannréttindi og kynningu á þjónustu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Jafnframt var lögð áhersla á jafningjafræðslu og ráðgjöf.
Ekki hefur orðið framhald á verkefninu og er því notendasamráðið ekki virkt eins og er.