Ráðgjafarþjónusta

Stuðlar að því að símenntunaraðilar bjóði nám sem hentar fötluðu fólki og aðstoðar við að þróa slíkt nám til að auka fjölbreytileika þess og gæði.ráðgjof

Þeir sem fá ráðgjöf:

Fólk með fötlun

Símenntunarstöðvar –Verkefnastjórar – Leiðbeinendur

Aðrir aðilar með framhaldsfræðslu fyrir fólk með fötlun

Talsmenn og aðstoðarmenn á heimili eða vinnustað nemanda

Kennarar og aðrir starfsmenn Fjölmenntar

Ráðgjöf til fatlaðs fólks og kennara eða leiðbeinenda

  • Velja nám – Hvað langar þig að læra? – Hvaða áhugamál hefur þú?
  • Sækja um nám hjá Fjölmennt
  • Sækja um nám hjá öðrum stöðum sem eru með nám fyrir fullorðið fólk
  • Hjálpa þér að finna út hvernig aðstoð þú þarft við námið og hvað hjálpar þér að líða vel í kennslu-stundum
  • Aðstoða kennara eða leiðbeinendur þína við að gera námið þægilegt og skemmtilegt fyir þig svo þér líði vel á námskeiðinu

Ráðgjafi getur aðstoðað kennara við að undirbúa þig fyrir námskeiðið: Þú átt rétt á að fá góðan undirbúning fyrir námskeiðið, fá að vita hvar það er, hver verður kennarinn þinn og hvað verður gert. Þú getur fengið upplýsingar skrifaðar á blað og með myndum ef þér finnst það betra og fengið sent heim til þín. Ef þú átt erfitt með að lesa þá getum við beðið aðstoðar-fólk þitt að lesa blaðið með þér.

Ráðgjafi getur aðstoðað kennara við að taka á móti þér: Þú átt rétt á því að vera öruggur þegar þú kemur á námskeiðið. Sumum finnst gott að fá upplýsinga-blað með myndum og texta sem minnir á hvað á að gerast. Þú getur fengið þannig blað þegar þú kemur á námskeiðið.

Ráðgjafi getur aðstoðað kennara við að skipuleggja námskeiðið: Þú átt rétt á að hafa gott skipulag svo að það sé skýrt hvað á að gera og hvernig, hve lengi þú ert á námskeiðinu og hvað þú ert svo að fara að gera. Þú átt rétt á því að líða vel í kennslu-stundum.

Að tala við aðstoðar-menn: Ef þú átt erfitt með að tala fyrir þig sjálfur getur kennari eða ráðgjafi þurft að tala við aðstoðar-menn þína eða talsmann til að fá að vita hvað þér finnst þægilegt. Þá er hægt að undirbúa námskeiðið betur svo þér líði vel og getir gert meira á námskeiðinu.

  • Aðstoða við að þú getir gert heima og í vinnunni það sem þú lærir á námskeiðinu og finnst gaman að gera. Ef þú getur ekki sjálfur talað við aðstoðar-fólkið þitt heima og í vinnunni þá getur kennari eða ráðgjafi talað við aðstoðar-fólk þitt og sagt þeim frá hvernig er hægt að gera og hvað þér fannst gaman á námskeiðinu.

Ráðgjöf til símenntunarstofnana

Aðstoð við verkefnastjóra og leiðbeinendur um þróun, skipulagningu og framkvæmd náms fyrir fólk með flóknar námsþarfir

Aðstoð við að aðlaga nám fyrir fatlað fólk, bæði nám sem er sérstaklega sniðið að þörfum fatlaðs fólks og almennt nám sem það gæti stundað með ófötluðu fólki.

Aðstoð við verkefnastjóra um kynningu á möguleikum til símenntunar og könnun á áhuga eða óskum um símenntun fatlaðs fólks

Aðstoð við að byggja upp tengsl við aðra þjónustuaðila s.s. í félagsþjónustu, búsetu og á vinnustöðum

 

 

Til baka