Heimsókn frá Japan

Karen ræddi við þáttakendur
Karen ræddi við þáttakendur

Í vikunni fengum við heimsókn frá Háskóla í Japan. Hóp sem er að gera rannsókn undir stjórn Professor Satoru Takahashi í Nihon University. Hópurinn var hingað kominn til þess að kynna sér tækifæri fatlaðs fólks til náms og einn liður í því var að heimsækja Fjölmennt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við fáum heimsókn frá Háskólanum í Nagasaki en þau komu hingað fyrir um áratug. 

Hér hittu þau starfsfólk og þátttakendur Fjölmenntar og ræddu stöðu menntunar og hvernig mætti fjölga tækifærum til menntunar meðal fatlaðs fólks. 

Við hlökkum til að fylgjast með auknum tækifærum fatlaðs fólks til náms í Japan!

Við þökkum þeim þátttakendum sem tóku þátt í viðtölunum kærlega fyrir.