Kristín leysir Ásu af
18.08.2022
Ásgerður Hauksdóttir verkefnastjóri Fjölmenntar eða Ása eins og hún er oftast kölluð er á leið í námsleyfi og mun Kristín Eyjólfsdóttir taka við hennar starfi veturinn 2022-2023. Kristín er nú í óðaönn að setja sig inn í þau verkefni sem hún mun sinna í vetur. Inntaka þátttakenda á námskeið er einmitt eitt af fyrstu verkefnum Kristínar í haustbyrjun.
Við eigum eftir að sakna Ásu þennan veturinn en óskum við þess að henni gangi vel í náminu.