Æfingar í Laugardalnum - NÝTT
Á námskeiðinu verður boðið uppá æfingar við hæfi hvers og eins, ásamt því að ganga um í fallegu umhverfi Laugardalsins. Æfingar gerðar til að þjálfa þol og styrk ásamt því að fara í skemmtilega leiki. Lögð er áhersla á að þátttakendur fái jákvæða reynslu af útileikfimi og áhuga á að stunda fjölbreytta hreyfingu.
Hægt er að velja um fjóra kennslutíma:
Mánudagar klukkan 14:20 -15:40
Mánudagar klukkan 16:00 - 17:20
Miðvikudagar klukkan 10:40 -12:00
Miðvikudagar klukkan 13:00 - 14:20
Boðið er upp á að vera einu sinni í viku eða tvisvar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki á umsóknarblaði hvaða tímasetningu óskað er eftir.
Námskeiðið hefst mánudaginn 12. apríl og lýkur mánudaginn 31. maí.
Athugið enginn tími verður mánudaginn 17. maí.
Umsóknarfrestur er til 24. mars.