Badminton

Badminton er skemmtileg spaðaíþrótt. Á þessu námskeiði verður farið yfir grunntækni og kennt að spila badminton.

Hver kennslustund inniheldur upphitun, slagtækni, hreyfingar á velli og alltaf er spilað í lokin. Lögð er áhersla á að þátttakendur fái jákvæða reynslu og áhuga á að stunda hreyfingu.

Kennt er einu sinni í viku, 50. mínútur í senn, í 8-16.vikur
Nánari tímasetning síðar.

Kennslustaður: Stefnt er að því að námskeiðið fari fram í Tennis og badmintonfélagi Reykjavíkur (TBR), Gnoðarvogi 1, 104 Reykjavík

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: TBR Gnoðarvogur 1, 104 Reykjavík
Verð: 11.600 - 23.200 kr. fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8-16 vikur
Eydís Hulda Jóhannesdóttir
Matthías Már