Boðið í brunch
Það er gaman að bjóða í brunch og veitingarnar geta verið fjölbreyttar. Aðalatriðið er góður félagsskapur og að njóta.
Á námskeiðinu velja þátttakendur í samstarfi við kennara rétti til að bjóða upp á.
Hér eru nokkrar hugmyndir að brunchréttum:
- Amerískar pönnukökur
- Ávaxtaspjót
- Brauðsnittur
- Franskt eggjabrauð
- Grísk jógúrt með heimagerðu múslí
- Grænmetisbaka
- Ljúffengur boozt
- Morgunverðarmúffur
Þátttakendur velja síðan í samstarfi við kennara það sem þeim finnst mest spennandi eða koma með aðrar hugmyndir.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.