Bollakökur, gómsæt litagleði
Á þessu námskeiði læra þátttakendur að baka nokkrar gerðir af bollakökum.
Þær geta verið alls konar. Bollakökur geta verið sætar og fallega skreyttar en þær má líka gera í hollari kantinum. Fer allt eftir áhuga hvers og eins.
Unnið er eftir myndrænum/skrifuðum uppskriftum eftir því hvað hentar hverjum þátttakanda.
Námskeiðið er einu sinni í viku, 2-3 kennslustundir í senn í 5 vikur.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.