Fjármálin mín
Námskeið fyrir þá sem vilja læra meira um peninga og fá betri yfirsýn yfir fjármálin sín.
Farið verður yfir ýmsar hliðar persónulegra fjármála, skuldir, eignir, dagleg útgjöld og hvernig hægt er að spara fyrir óvæntum útgjöldum eða safna fyrir einhverju.
- Námskeiðið er 3 skipti.
- Dagsetningar: auglýst síðar
- Námskeiðið verður haldið í Framvegis, miðstöð símenntunar. Borgartún 20.
- Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.
Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Framvegis og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa að hafa aðstoðarmanneskju með sér.