Frisbí-golf

Frisbí-golf eða oftar kallað Folf er frábær leið til að stunda útvist og hreyfingu á sama tíma. Það er mjög auðvelt að aðlaga leikinn að þörfum hvers og eins.
Íþróttin reynir á samhæfingu, þol og kraft. Í Frisbí-golfi á að koma frisbí disk í körfu í eins fáum köstum og hægt er.
Útbúnaður: Fjölmennt mun útvega frisbí diska á námskeiðinu og þátttakendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Kennt er 1 klukkustund í einu í 8 vikur.
Staðsetning námskeiðs : Frisbí-golfvöllurinn Grafarholti, Þorláksgeisli 51, 113 Reykjavík
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.