Góður heimilismatur
Eldaðir verða einfaldir og góðir kjötréttir, fiskréttir og pastaréttir. Einnig verður bakað brauð og kökur.
Þetta er námskeið fyrir alla sem vilja borða góðan heimilismat.
Þátttakendur kynnast matargerð, helstu eldhúsáhöldum, algengu hráefni og taka þátt í sameiginlegu borðhaldi.
Unnið er eftir myndrænum/skrifuðum uppskriftum eftir því hvað hentar hverjum þátttakanda.
Stefnt er að því að þátttakendur:
- Taki þátt í matargerð, borðhaldi og frágangi eftir máltíð.
- Njóti borðhaldsins.
- Upplifi ánægjuleg samskipti og njóti stundarinnar.
Námskeiðið er einu sinni í viku, 1-3 kennslustundir í senn.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.