Gömlu góðu lögin

Á þessu námskeiði er stiklað á stóru varðandi gömlu góðu lögin.

Þátttakendur fræðast um tónlist og tónlistarfólk og ræða saman um þetta sameiginlega áhugamál.

Hlustað verður á tónlist eftir þekkt tónlistarfólk, spjallað um það og sungin þekkt lög sem það hefur samið.

Þátttakendur taka þátt í að velja umfjöllunarefni hverrar kennslustundar.

Nánari útfærsla á námskeiðinu fer eftir áhugasviði þátttakenda.

Kennt verður einu sinni í viku, 1,5 kennslustund í senn.

Umsóknarfrestur er til 16. júní. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð:
Tími: 8 vikur