Hljóðheimur hljóðfæranna
Á námskeiðinu er unnið með hljóðfæri á fjölbreyttan hátt í gegnum hlustun, skynjun og flæði.
Með því að kanna ólíka hljóðheima hljóðfæranna fá þátttakendur tækifæri til að víkka út reynsluheim sína og tengjast öðrum í gegnum hljóð og takt.
Ekki er lögð áhersla á að þátttakendur spili á hljóðfæri og námskeiðið hentar því vel þeim sem hafa litla hreyfigetu.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja kynna sér heim hljóðfæranna og upplifa þau á fjölbreyttan hátt.
Námskeiðið er einu sinni í viku, 1 - 2 kennslustundir í senn.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.