Inngangur að grafískri vinnslu - NÝTT
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Promennt.
Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði vefsíðugerðar, grafískrar hönnunar, Photoshop, myndbandagerð, hreyfimyndagerð og fleira. Þátttakendur fá tækifæri til að hafa áhrif á hvaða efnisþættir verða sérstaklega teknir, miðað við áhuga þeirra, fyrir í samráði við kennara.
Notaður er opinn hugbúnaður sem er öllum frír eins og Maya og/eða Blender. Einnig fylgir Adobe creative cloud ársleyfi námskeiðinu (fyrir t.d. Photoshop).
Kennari: Jóhann Gunnarsson, margmiðlunarfræðingur.
Markmið
Að loknu námskeiði hafa þátttakendur kynnst:
- Myndvinnslu í Photoshop
- Grunnatriðum í myndvinnslu
- Grunnatriðum í hreyfimyndavinnslu
- Grunnatriðum í vefsíðugerð
Viðfangsefni
Megin viðfangsefni eru:
- Grunnatriði grafískrar hönnunar
- Vefsíðugerð
- Myndbandagerð
- Hreyfimyndagerð
Kennsluefni
Kennsluefni sem kennari útvegar
Kennsluaðferðir
Kennslan fer fram með sýnikennslu og verklegum æfingum og fá þátttakendur hagnýt verkefni í tengslum við innihald náms, en sérstök áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu þátttakenda undir stjórn kennara.
Námsmat
Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla er lögð á að leiðbeinandi og þátttakendur fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist til að ýta undir stöðugar framfarir.
Kennt er tvisvar í viku klukkan 13:30-15:30
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.