Japanska Byrjendur
Námskeiðið er ætlað fólki á einhverfurófi, 20 ára og eldra. Kennt verður í litlum hópi (hámark 8 manns). Áhersla er lögð á að þátttakendur fái góðan undirbúning og upplýsingar fyrir námskeiðið.
Auk þess að læra meira í japönsku gefst tækifæri til að læra um japanska menningu. Áherslan er aðallega á að læra að tala og hlusta, en einnig að auka færni í að lesa og skrifa japönsku.
Ritun/skrif
Nemendur munu læra að skrifa og lesa í einu af japönsku skrifkerfunum þremur, kallað Hiragana (48 stafir). Þeir munu einnig læra að skrifa tölustafi og daga í öðru af japönsku skrifkerfunum þremur, sem heitir kanji.
Kennari: Yayoi Mizoguchi
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.