Jóga og slökun fyrir öll
Jóga er fyrir allskonar fólk og allskonar líkama og er námskeiðið aðlagað að hverju og einu.
Í hverjum tíma förum við í mjúkar jógaæfingar, gerum öndunaræfingar, fáum góða slökun og hugleiðum.
Æfingarnar hjálpa okkur að liðka líkamann og slaka djúpt á huga og líkama.
Rannsóknir sýna að jóga og núvitund geta:
- Bætt heilsuna
- Hafa góð áhrif á líkamlega og andlega líðan
- Draga úr streitu og kvíða
- Auka jákvæðni og lífsgleði
- Gefa okkur styrk og orku
Þátttakendur fá leiðsögn og kennsluefni til þess að nýta sér Jóga Nidra, núvitundar og öndunar æfingar á milli tíma ef þau vilja.
Námskeiðið er í 8. skipti. Kennt verður einu sinni í viku.
Nánari tíma- og dagsetning verður auglýst síðar.
Stefnt verður að því að námskeiðið verði haldið í Jógasetrinu, Skipholti 50.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.