Karaoke

Á námskeiðinu getur þú komið og sungið lag sem þér finnst skemmtilegt og átt góða stund í hópi.
Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á því að syngja skemmtileg lög í mikrófón með karaoke undirspili og hlustað á aðra í hópnum syngja sín uppáhaldslög. Skemmtileg stund þar sem þátttakendum gefst kostur á því að æfa sig í að koma fram í litlum hópi.
Tilvalið tækifæri til þess að æfa söngtaktanna fyrir veislur og partý sumarsins!
Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 23.maí-28.maí
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.
Umsóknarfrestur er 30.apríl.