Kvennahljómsveit

Nú gefst tækifæri til að prófa að vera þátttakandi í kvennahljómsveit. Hver man ekki eftir Grýlunum og Dúkkulísunum! Eða hefur þú fylgst með hljómsveitinni FLOTT eða Reykjavíkurdætrum? Á þessu námskeiði verður leitast eftir að búa til þennan sannkallaða kvenna-hljómsveitar-anda. Unnið verður með hljóðfæraleik og söng en líka með ímynd og framkomu, lagaval og boðskap.

Hægt er að sækja um að gerast söngvari eða hljóðfæraleikari, s.s. trommu- eða slagverksleikari, gítar–, bassa, eða hljómborðsleikari.

Námskeiðið er í 8 - 16 vikur, 2 kennslustundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 11.700 - 26.700 kr. fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8 - 16 vikur
Rósa Jóhannesdóttir