Leikhús-Perlur

Leikhús-perlur er leiklistar- og menningarklúbbur þar sem félagar hittast og tala um leiksýningar, tónleika og fleiri lifandi listviðburði.

Klúbburinn hittist fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í Fjölmennt og er rætt saman um leiklist og margvíslega listastarfsemi. Auk þess er farið í leikhús einu sinni á önninni og einnig er farið út að borða eða á kaffihús. Leikhús-perlufélagar eru með eigin hóp á Facebook.

Nánari tímasetning síðar.

Umsóknarfrestur er til 16. júní. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð:
Tími: 3 skipti
Lovísa Halla Karlsdóttir, félagsliði