Náttúra í borg - upplifunar og ljósmyndanámskeið

Á þessu námskeiði skoðum við náttúru í borg og lærum grunnatriði í ljósmyndun.

Við hittumst á grónum svæðum á Höfuðborgarsvæðinu, Grasagarðinum, Hljómskálagarðinum eða í Gorvík í Grafarvoginum. 

Við skoðum svæðin og tökum ljósmyndir með myndavélum eða farsímum.

Búnaður: Þátttakendur koma klæddir eftir veðri með myndavél og/eða farsíma með myndavél.

Námskeiðstímabil: 21. maí - 1. júní. Nánari tíma- og dagsetnig ákveðin síðar.

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við óskir umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

 

Staður: Auglýst síðar
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Margrét Norðdahl