Notendaráð

Vilt þú hafa áhrif á líf þitt?

Í lögum um þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita segir að það eigi að vinna með fötluðu fólki við að skipuleggja þá aðstoð sem hver og einn þarf. Það á að spyrja fatlað fólk um hvernig þjónustu það vill fá. 

Í öllum sveitarfélögum eiga að vera notendaráð þar sem fatlað fólk hittist og talar saman um hvað skiptir máli í lífinu. Fulltrúar í notendaráði tala fyrir fatlað fólk á svæðinu þar sem notendaráðið er.

Á þessu námskeiði er fræðsla fyrir þá sem vilja vera í notendaráði. Efni námskeiðsins er mjög fjölbreytt. Farið er yfir hvernig notendaráð starfa og ýmsa að þætti til að gera þátttakendur sterkari til að segja skoðun sína.

Námskeiðið er 8 vikur, 2 kennslustundir í senn.

Námskeiðið er gjaldfrjálst.

Staður: Fjölmennt
Verð: Gjaldfrjálst
Tími: 8 vikur