Páskaeggjagerð

Skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra að tempra súkkulaðið og búa til páskaegg úr Nóa síríus rjómasúkkulaði sem að hægt er að setja t.d. málshátt inn í.
 

Allt hráefni fyrir páskaeggjagerðina er innifalið en ef þátttakendur vilja setja einhvern glaðning inn í páskaeggið þurf þeir að koma með það sjálfir. Mælt er með að setja eitthvað létt inn í páskaeggin, eins og málshátt, Nóakropp eða sambærilegt nammi.

 

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Framvegis símenntun

 

Námskeiðið er eitt skipti þriðjudaginn 18.mars kl 18:00-20:00


Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Framvegis og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa að hafa aðstoðarmanneskju með sér.

Staður: Framvegis, miðstöð símenntunar
Verð: 3500 kr
Tími: 1 skipti