Pasta, súpur og salöt

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að elda létta pastarétti, hollar súpur og matarmikil salöt.

Markmiðið er að þátttakendur læri að útbúa einfalda rétti sem jafnframt eru hollir. Farið verður í einfalda næringarfræði þannig að nemendur átti sig á hollustu matar. Áhersla er á virkni og þátttöku nemenda.

Unnið er eftir myndrænum/skrifuðum uppskriftum og munnlegum fyrirmælum. Jafnframt er lögð áhersla á að njóta samveru, samvinnu og sameiginlegs borðhalds.

 

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1-3 kennslu-stundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 25.700 - 41.400
Tími: 16 vikur
Hjördís Edda Broddadóttir
Mona Guttormsen