Píanó

Einkatímar í píanó- eða hljómborðsleik. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja stunda hljóðfæra-nám sem byggir á sívaxandi þekkingu og færni.

Á námskeiðinu er unnið með eftirfarandi þætti:

  • Kennt er eftir nótum, bókstöfum, táknum, litum og/eða heyrn eftir því sem hentar hverjum og einum.
  • Hugtök og grunnþætti tónlistar.

Mælt er með að þátttakendur eigi hljómborð/píanó til þess að æfa sig á heima.

Námskeiðið er þjálfun í píanó- eða hljómborðsleik og getur hentað þeim sem vilja undirbúa sig fyrir áframhaldandi tónlistarnám eða þátttöku í tónlistarstarfi.

Námskeiðið er í 8 vikur, einu sinni í viku, 1 kennslustund í senn.

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um fræðslu um aðstoð við hljóðfæraleik fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.000 - 23.200 kr fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8 - 16 vikur
Rósa Jóhannesdóttir