Rofar í starfi og tómstundum

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kaupa rofa og tæki til að stjórna umhverfi sínu heima eða á vinnustað og að taka virkari þátt í störfum og tómstundum. Að stjórna tæki í eldhúsi, hljómtæki, taka þátt í tölvuleik eða öðru sem skiptir máli.

 Markmið:

  • Auka virkni og sjálfstæði með öðrum
  • Auka vald yfir aðstæðum og viðfangsefnum
  • Auka valkosti í viðfangsefnum.

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakandinn upplifi sig sem stjórnanda í ákveðnum aðstæðum og hafi eitthvert vald á umhverfi sínu á heimili eða vinnustað. Sumir stefna að meira sjálfstæði í ákveðnum aðstæðum. Margir vilja verða virkari í samspili við aðra.

Námskeiðið er í þremur lotum:

  1. Þátttakandi kemur í Fjölmennt einu sinni í viku, tvær kennslustundir í senn í 10-12 skipti. Hann prófar rofabúnað og fær kortlagt áhugasvið sem rofabúnaður getur stutt. Náið samstarf er við heimili. Einnig við vinnustað ef það á við. Kennari kemur heim og kynnir sér viðfangsefni og áhugamál nemandans og aðstandendur eða starfsfólk koma að námskeiðinu með því að fylgja þátttakenda eftir og taka þátt í skipulagningu lotunnar.
  2. þátttakandi fær kennarann heim og e.t.v. á vinnustað í 2-4 skipti til að prófa búnað heima og sýna aðstandendum eða starfsfólki hvernig hann getur notað búnaðinn og hvaða aðstæður þurfi til.
  3. Þegar þátttakandi hefur fengið eigin búnað heima fær hann kennara aftur heim í 2-4 skipti og fræðslufundur er haldinn með starfsfólki hans og aðstandendum sem vinna með honum í rofatengdum viðfangsefnum.

Námskeiðið er samtals 36 kennslustundir.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð:
Tími: 14 vikur