Rokkað í rýminu

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einlægan áhuga á rokktónlist af ýmsu tagi.
Við höfum að leiðarljósi að þátttakendur hafi ánægju af tímunum og fái aðstoð við að búa til sinn eigin rokkspilunarlista á youtube sem þeir geta hlustað á heima.
Kennt er einu sinni í viku, 1-1,5 kennslustundir í senn.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.