Samskipti kynjanna og kynfræðsla

Á námskeiðinu verður fjallað um samskipti kynjanna, heilbrigð sambönd og kynlíf. Farið verður yfir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og að standa með sér. Einnig verður fjallað um kynhneigð, kynferðisofbeldi, áreitni og mörk ásamt fræðslu um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Fjallað verður sérstaklega um samskipti á netinu og á stafrænum vettvangi.

Námskeiðið er kynjaskipt, gert er ráð fyrir sér námskeiði fyrir konur og öðru fyrir karla.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 11.600 - 13.400 kr. fer eftir lengd námskeiðsins.
Tími: 8 vikur
Eydís Hulda Jóhannesdóttir