Skref til sjálfshjálpar

Námsbrautin er haldin í samstarfi við Framvegis, miðstöð símenntunar.

Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiðI að auka færni þeirra í lestri og ritun. Áhersla er lögð á að námsmenn kynnist mismunandi aðferðum við að hjálpa sér sjálfir að bæta sig í lestri og ritun meðan á námskeiði stendur og eftir að því lýkur. Markmið með náminu er annars vegar námsmenn upplifi öryggi og sjálfsstyrk í lestri, stafsetningu, ritun og tjáningu og geti nýtt sér upplýsingartæknina sér til aðstoðar. Hins vegar er markmiðið að auðvelda námsmönnum nám innan menntastofnana og þátttöku í hinu daglega lífi. Námið er 60 kennslustunda langt og mögulegt er að meta það til tveggja eininga á framhaldsskólastigi.

Námsbrautin er tvisvar í viku, 3 kennslustundir í senn og stendur í 10 vikur. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

 

Staður: Framvegis, miðstöð símenntunar
Verð: 35.000
Tími: 10 vikur