Skynja og skapa - Slaka og njóta

Á námskeiðinu vinnum við með frjálsa sköpun, slökun og skynjun í sameiningu
Námskeiðið er skynvinsamlegt. 
Námskeiðið hentar þátttakendum með allskonar færni. 
Áhersla er á að skapa notalegt, töfrandi og öruggt rými.

Við vinnum með tónlist, myndlist, slökun og skynjun.

  • Tónsköpun með hljóðfærum sem gefa fallega og ljúfa hljóma t.d. bjöllum eða stáltrommum undir gítarundirspili
  • Listsköpun með litum og ljósum þar sem skynjun er í aðalhlutverki.
  • Við nýtum hluti úr náttúrunni, steina, jurtir og náttúruhljóð.
  • Við endum hvern tíma á slökun.

Við byrjum hvern tíma í hring, það er hægt að sitja á gólfi eða á stól.
Við endum hvern tíma á slökun. 
Það er hægt að slaka á dýnu á gólfi, í stól sem þátttakandi á eða í hægindastól

Námskeiðið er kennt einu sinni í viku 1 - 1,5 kennslustund í senn

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.000 - 23.200 kr fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8 - 16 vikur
Margrét Norðdahl
Birgir Jakob Hansen