Skynjun og náttúruupplifun

Við vinnum með náttúruna og skynjun hennar í þægilegu umhverfi.

Hljóð, áferð, litbrigði og lykt, sem tengjast náttúrunni, eru færð inn í kennslustofuna. Við vinnum með náttúruna út frá þeirri árstíð sem við erum stödd í með fræðslu, upplifun, uppgötvun og rannsókn. Leitast er við að skapa tækifæri fyrir tjáskipti og þátttöku á eigin forsendum.

Lögð er áhersla á að þátttakendur finni fyrir öryggi í aðstæðum og njóti hughrifa sem kvikna í augnablikinu.

Kennt er einu sinni í viku, 1,5 kennslustundir í senn.
Nánari tímasetning auglýst síðar. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 11.600-23.200
Tími: 8-16 vikur