Skynjun og þátttaka við eldhússtörf

Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa takmarkaða hreyfi- eða verkgetu og hafa ánægju af því að vera í eldhúsi við matargerð.

Búin er til máltíð og allir borða saman. Áhersla er á samveru og samtal.

Framreidd er máltíð, borðað saman og gengið frá. Áhersla er lögð á að taka þátt í matreiðslu sem félagslegri athöfn.
Megináhersla er á virkni og félagslega samveru og tjáskipti.
Myndrænar einfaldar uppskriftir. Þátttakendur fylgja myndrænni athafnaröð.
Þátttakendur eru hvattir til einfaldrar frásagnar, hvað er verið að gera, hver gerir hvað, hvað var gert o.s.frv.
Einnig er áhersla á tjáskipti milli þátttakenda, s.s. að veita athygli, taka tillit, bíða, rétta öðrum, hvort heldur sem er með óformlegum eða formlegum tjáskiptum.

Námskeiðið er í 8. vikur og kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 17.200 - 25.200 kr. fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 8. vikur