Taylor Swift
Langar þig að læra meira um Taylor Swift?
Taylor Swift er fræ tónlistarkona í heiminum. Hún hefur gefið út 10 plötur og unnið til margra verðlauna. Taylor Swift er kántrý- og popp-tónlistarkona.
Á námskeiðinu læra þátttakendur um líf Taylor. Farið verður yfir allar plötur hennar og rýnt í textana en hún notar mikið eigið líf sem innblástur í lögin sín. Hvað þýðir það að vera Swiftie?
Í hverjum tíma verður fjallað um 1-2 plötur sem hún hefur gefið út. Alls 10 plötur.
Námskeiðið er 8 vikur, 1,5 - 2 kennslustundir í senn.
Nánari tímasetning auglýst síðar.
Umsóknarfrestur er til 20.desember.
Reynt verður að koma til móts við óskir þátttakenda um tímasetningu.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hvaða tímasetning hentar alls ekki.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.