Textílhönnun fyrir heimilið

Á þessu námskeiði teiknum við upp eigið  munstur sem skorið er út í skapalón og notað til að þrykkja á efni eins og litla og stóra dúka, viskustykki, púðaver, pottaleppa, diskamottur, taupoka  og fleira. Við endurnýtum efni eins og hægt er og gefum þeim nýtt lif með munstrinu okkar. Þátttakendur eru hvattir til að koma með efni að heiman ef þeir geta.  

Áhersla er lögð á að virkja ímyndunarafl þátttakenda og sköpunargleði. 

 
Þátttakandi lærir að hanna sitt eigið munstur með teikningu og kynnist möguleikum í útfærslum þess með ólíkum stærðum  og litum á  mismunandi textílefni.  

 Skemmtilegt og skapandi námskeið.

Námskeiðið er í 8 - 16 vikur, einu sinni í viku 1-3 kennslustundir í senn.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í umsókn hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 21.600 - 38.800 kr fer eftir lengd námskeiðs
Tími: 10 - 14 vikur