Tölvuleikjagerð með Scratch

Tölvuleikjagerð með Scratch
Scratch er þróað af MIT tækniháskólanum og er verkfæri sem gerir ungum forriturum kleift að skapa og læra að forrita.
Tölvuleikjagerð með Scratch er stórskemmtilegt námskeið þar sem nemendur læra hvernig á að hanna og forrita sína eigin tölvuleiki. Nemendur læra að teikna og hanna sínar eigin persónur og umhverfi og forrita svo til að búa til tölvuleik. Á námskeiðinu tileinka nemendur sér grunnhugtök forritunar og leikjagerðar með því að búa til stutta tölvuleiki/verkefni. Hvert verkefni einblínir á ákveðna þætti forritunar.
Tölvur og tæki til forritunar eru á staðnum.
Námskeiðið er 2 klst
Kennslustaður: Háskólinn í Reykjavík
Athugið að aðeins er einn kennslutími í boði: þriðjudaginn 27.maí kl 10-12
Námskeiðið er kennt í samstarfi við Opna háskólan í Reykjavík
Umsóknarfrestur er til 30.apríl
Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Háskólanum í Reykjavík og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa að hafa aðstoðarmanneskju með sér.