Tónlist og dans

Námskeiðið er ætlað þátttakendum sem hafa áhuga á tónlist og dansi. Unnið með tónlist, hlustun og hreyfingu.

Unnið að því að finna leiðir til þess að þátttakendur geti notið sín í gegnum tónlist og dans. 

Viðfangsefni á námskeiðinu eru m.a. 

  • Upphitun
  • Einföld dansspor
  • Umræður um dans og tónlist
  • Hlustun á þekkt lög
  • Slökun

Megináhersla námskeiðsins er tjáskipti, einföld dansspor og samtal milli þátttakenda.

Námskeiðið er kennt einu sinni í viku, 1,5 kennslustun í senn í 8  vikur.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 11.600 kr
Tími: 8 vikur
Eydís Hulda Jóhannesdóttir
Matthías Már