Tónlist og hreyfing í Mími

Á námskeiðinu verður spiluð tónlist og sungið og þátttakendur hvattir til að syngja, dansa og hreyfa sig með.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur eigi góða stund saman og fái tækifæri til að hafa gaman, tjá sig og hreyfa.

Kennt er einu sinni i viku eina klukkustund í senn á fimmtudögum 17.00-18.00. Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur.

Tímasetningar:  12. september – 14. nóvember.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Mími og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa því að hafa aðstoðarmanneskju með sér. Að öðrum kosti getur viðkomandi ekki sótt þetta námskeið.

 


Staður: Mímir
Verð: 30.000
Tími: 10 vikur