Tónsköpun

Námskeið fyrir þá sem vilja semja sína eigin tónlist. Á námskeiðinu er unnið með hugmyndaflæði, tónsköpun og form í tónlist. Einnig er farið í textagerð eftir áhuga hvers og eins. Þátttakendur taka upp hugmyndir sínar og fá aðstoð við að þróa þær áfram. Kennt er í einkatímum.

Kennt er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að koma til móts við óskir þátttakenda varðandi tímasetningar. Vinsamlegast takið fram hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Umsóknarfrestur er til 16. júní. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð:
Tími: 8 vikur