Áfram lokað í Fjölmennt

Í ljósi nýjustu aðstæðna verður áfram lokað í Fjölmennt um óákveðinn tíma. Kennarar hafa fullan hug á að bjóða upp á fjarkennslu þar sem því verður við komið. Þeir munu því hafa samband í næstu viku til að ræða möguleika á námi með breyttu sniði.

Við bendum á heimasíðu Fjölmenntar. Undir hnappnum Fræðsla og námsgögn er að finna fræðsluefni sem hægt er að nýta sér heima. Sem dæmi eru þar mataruppskriftir og kennslumyndbönd.

Miðað við upplýsingar frá sóttvarnarlækni eru ekki miklar líkur á að hægt verði að hefja kennslu á næstunni. En við hvetjum ykkur til að fylgjast með heimasíðu og Facebook síðu Fjölmenntar þar sem við birtum nýjustu fréttir hverju sinni.