Borgarstjórinn í Reykjavík kynnir sér ferðaþjónustu fatlaðra.

Sendiherrar Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks báðu Dag B Eggertsson borgarstjóra um að kynna sér ferðaþjónustu fatlaðra frá fyrstu hendi. Dagur var fluttur í hjólastól frá Bleikargróf og að Ráðhúsi Reykjavíkur.
 

Þórey Rut Jóhannesdóttir og Ína Owen Valsdóttir eru sendiherrar SÞ þegar kemur að réttindum fatlaðs fólks. Dagur þáði boð sendiherranna ásamt Ilmi Kristjánsdóttur formanni Velferðarráðs. Þau hittust í búsetukjarnanum í Bleikargróf þar sem Þórey býr. Ilmur fékk far þaðan á æfingu á leiksýningunni „Úti að aka“ sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu en Dagur fór með ferðaþjónustu fatlaðra niður í Ráðhús.