Breytingar á stjórn Fjölmenntar
08.08.2024
Á ársfundi Fjölmenntar í vor urðu þær breytingar á stjórn Fjölmenntar að Kristján Sigurmundsson lét af störfum eftir langa stjórnarsetu fyrir ÖBÍ réttindasamtök. Sæti hans í stjórninni tók Hrönn Stefánsdóttir sem verið hefur varamaður undanfarin ár. Sunna Elvira Þorkelsdóttir tók sæti í varastjórn í stað Hrannar. Aileen Soffía Svendsdóttir sem verið hefur varamaður í stjórn fyrir Landssamtökin Þroskahjálp gekk úr stjórn og Haukur Hákon Loftsson tók við hennar sæti.
Kristjáni og Aileen eru færðar bestu þakkir fyrir stjórnarsetu og vinnu í þágu Fjölmenntar og Hrönn, Sunna Elvira og Haukur boðin velkomin.
Hér má sjá ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2023.