Brúum bilið - Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í sviðslistabraut LHÍ

frá námskeiðinu Brúum bilið
frá námskeiðinu Brúum bilið

Á dögunum var  námskeiðið Brúum bilið haldið í Listaháskóla Íslands. Námskeiðið var samvinnuverkefni Listaháskólans og Fjölmenntar um undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í sviðslistadeild og var það hugsað til þess að auka aðgengi fyrir allskonar fólk í háskólanám í sviðslistum. Kennarar á námskeiðinu voru Agnar Jón Egilsson og Margrét Norðdahl. Fyrsta námskeiðið var haldið í upphafi nóvember mánaðar og var fyrir þauá sem stefna á að taka fara í inntökupróf í leiklistarnám. Það var vel sótt og komust færri að en vildu. Slík aðsókn kemur ekki á óvart þar sem á ráðstefnu Fjölmenntar - Nám er fyrir okkur öll, sem haldin var í mars 2022 var hávær krafa um aðgengi að frekara námi og hefur Fjölmennt hafið markvissa vinnu við að auka möguleika fatlaðs fólks til náms við aðrar menntastofnanir.  

Undirbúningsnámskeiðið fyrir inntökupróf á leiklistarbraut var fyrsta námskeiðið af þremur en framundan er undirbúningsnámskeið fyrir þau sem stefna á inntökupróf fyrir nám í dansi og einnig verður námskeið fyrir þau sem stefna á inntökupróf á sviðshöfundabraut. 

Fjölmennt fagnar þessu samstarfi og óskar skólanum til hamingju með þetta skref að aukinni inngildingu náms við Listaháskólann. 

Fjölmennt hvetur til og hlakkar til að sjá aðrar deildir við skólann taka sömu skref.