Búið er að opna fyrir umsóknir fyrir haustönn 2023
26.05.2023
Í haust verða um 75 námskeiðstitlar í boði 9 námskeiðsflokkum þannig að allir ættu að geta fundið sér námskeið við hæfi.
Eins og alltaf eru einhverjar nýjungar í boði og nú á haustönn verða 9 ný námskeið sem bætast í hópinn.
- Valdefling - Virkni - Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir
- Textílhönnun
- Jóga Nidra
- Leirmótun og pappamassi
- Rafíþróttir - Among Us
- Fræðsla og tjáning
- Gömlu góðu lögin
- Tónlistarstöðvar
- Tónsköpun
Hægt er að sækja um námskeiðin rafrænt en þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Fjölmenntar og sótt um í gegnum síma.
Umsóknarfrestur er til 16. júní.
Við vekjum athygli á því að ekki er hægt að tryggja pláss á námskeiðin ef sótt er um eftir að umsóknarfresti lýkur.